- Advertisement -

Rík­is­stjórnin hef­ur slegið öll met í eyðslu al­manna­fjár

Þetta á ekki að vera hægt.

Sigmundur Davíð.

„Varla þarf að hafa mörg orð um óheyri­lega út­gjalda­aukn­ingu rík­is­ins und­ir stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ítrekað hef­ur komið fram að nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur slegið öll met í eyðslu al­manna­fjár. Mestu út­gjöld sög­unn­ar, hraðasta aukn­ing­in (í krón­um talið og hlut­falls­lega) og mestu út­gjalda­áformin til framtíðar,“ segir meðal annars í nýrri Moggagrein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

„Ein rík­is­stjórn af­rekaði á 5 árum að auka út­gjöld rík­is­sjóðs um hátt í 70% í krón­um talið og um þriðjung á föstu verðlagi. Þetta á ekki að vera hægt. Beðið var um skiln­ing vegna ófyr­ir­séðra covid-út­gjalda á meðan stjórn­völd lokuðu fyr­ir­tækj­um og verðmæta­sköp­un í land­inu að miklu leyti. Sá skiln­ing­ur var veitt­ur enda fylgdi sög­unni að þegar efna­hags­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins lyki yrði strax ráðist í aðhaldsaðgerðir og niður­greiðslu skulda. Sú varð ekki raun­in. Hin miklu út­gjöld vegna „neyðarástands á heimsvísu“ mynduðu hér nýtt gólf í rík­is­út­gjöld­um sem strax var haf­ist handa við að byggja ofan á,“ sagði SDG.

„Verst er þó lík­lega svart­sýni rík­is­stjórn­ar­inn­ar á eig­in getu til að ná tök­um á ástand­inu. Í fjár­mála­áætl­un­um sín­um til næstu ára hef­ur rík­is­stjórn­in aldrei gert ráð fyr­ir að hægt sé að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­um fyrr en ein­hvern tím­ann í tíð næstu rík­is­stjórn­ar. Svart­sýn­in vex jafnt og þétt. Spá stjórn­ar­inn­ar um út­gjöld árs­ins 2025 vex t.d. um u.þ.b. 100 millj­arða með hverri áætl­un­inni sem birt­ist. Þetta eru ekki gæfu­leg skila­boð frá rík­is­stjórn á verðbólgu- og há­vaxta­tím­um,“ sagði formaður Miðflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: