- Advertisement -

Ábyrg umræða eða óuppgerða „áramótapartýið“

Borgarráð kom saman á fyrsta fundi sínum á þessu ári. Fjárhagsstaðan var rædd og ekki síst lántökur.

„Skuldahlutfall borgarinnar er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt mun lægra en skuldahlutfall ríkissjóðs. Borgin er með skráð skuldabréf í kauphöll og því þarf opinber umræða um fjármál borgarinnar að vera ábyrg og endurspegla staðreyndir,“ bókaði meirihlutinn.

Vigdís Hauksdóttir er ekki sama sinnis. „Framtíðarkynslóðir eru látnar borga fyrir „áramótapartýið“ sem viðgengist hefur í borginni allt frá árinu 2013 þegar gífurleg skuldasöfnun hófst á vakt Dags B. Eggertssonar.“

…sýna fyrst og fremst fram á gríðarlegan vöxt borgarinnar…

„Fjárfestingar borgarinnar sýna fyrst og fremst fram á gríðarlegan vöxt borgarinnar með mikilli fjárfestingarþörf á undanförnum árum. Verkefnin sem farið hefur verið í eru m.a. leikskólar, skólar, sundlaug, innviðauppbyggingu nýrra hverfa og gríðarlegt átak í malbikun og lagningu hjólastíga. Þá verður farið í sérstakt fjárfestingarátak í ár og á næstu árum, til að tryggja fjölda starfa, skapa ný störf og ganga úr skugga um að viðspyrnan eftir COVID verði græn,“ sagði meirihlutinn.

Vigdís hafði meira um þetta að segja:

„Í upphafi ársins 2021 er rétt að minna á að borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar samþykktu í fjárhagsáætlun fyrir 2021 að gera ráð fyrir að skuldsetja borgarsjóð enn frekar á árinu fyrir tæpan 34,5 milljarð. Þegar þetta er rifjað upp á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári má líkja þessu við óbærilega áramótatimburmenn. Þessar staðreyndir eru svo svakalegar að orð vantar að lýsa ástandinu á fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Lántökuþörfin er hærri en betlistafur borgarstjóra til ríkisins sem hljóðaði upp á rétt rúma 30 milljarða á árunum 2020 og 2021.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: