- Advertisement -

Að við losnum undan ægivaldi siðvillinga og arðræningja

„…sem snýst um að koma sem mestu undan í skattaskjól til að tryggja að þau sjálf og afkomendur þurfi aldrei að deila örlögum með venjulegu fólki.“

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Í veröld þar sem 26 manneskjur eiga jafn mikið og næstum 4 milljarðar, fátækasti helmingur mannkyns, er alltaf fleira og fleira sem dregur fram hinar trylltu andstæður sem misskiptingin býr til. Algjörlega forhert yfirstétt sem sölsað hefur undir sig auð og eignir m.a. vegna þess að skattkerfið hefur verið sérstaklega útbúið til að hygla meðlimum hennar notar nú tækifærið og slær sjálfa sig, eins og viðbjóðslegur aðall fyrri alda, til riddara með því að lofa að „gefa“ fjármuni (sem hún „á“ aðeins vegna spillingar stjórnmálanna) til uppbyggingar á sögulegu menningarverðmæti.

En að þetta sama fólk viðurkenni að þau eigi eins og aðrir að greiða skatta sem svo er hægt að nota með lýðræðislegum leiðum til að halda við sögulegum verðmætum og til annara menningarmála, sem og til alls þess sem skattar eiga að fjármagna; ekki að ræða það! Í stað þess að hegða sér eins og þau hafi ögn af samfélagslegri ábyrgð, ögn af sam-mannlegri ábyrgð eru þau uppfull af viðbjóðslegri þráhyggju sem snýst um að koma sem mestu undan í skattaskjól til að tryggja að þau sjálf og afkomendur þurfi aldrei að deila örlögum með venjulegu fólki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í tilefni páskanna ætla ég að gerast óvenju ósvífin og segja:

Vox populi, vox Dei og um leið og ég segi það, fara með litla bæn, af því eftir allt saman trúi ég á guð og sköpunarverkið:

Viltu láta það gerast fljótt og hratt að við losnum undan ægivaldi siðvillinga og arðræningja svo að við getum sjálf, saman, ákveðið hvernig mannlega tilveru við viljum eiga saman, hvernig jarðlega tilveru við viljum eiga saman og séum ekki lengur neydd til að lifa inn í manneskju og lífríkis-kremjaranum sem kapítalisminn er.

-„Get­ur þú ímyndað þér, 100 millj­ón­ir, 200 millj­ón­ir með ein­um músars­melli,“ sagði Philippe Martinez, formaður verka­lýðsfé­lags­ins CGT. „Þetta sýn­ir ber­lega ójöfnuðinn í þessu landi,“ sagði verka­lýðsleiðtog­inn og bætti því að fyrst auðjöfr­arn­ir ættu tugi millj­óna evra til þess að end­ur­byggja Notre Dame ættu þeir að hætta að segja fólki að pen­ing­ar væru ekki til til þess að mæta fé­lags­leg­um ójöfnuði.

Manon Aubry, sem er hátt sett í France Isoumise, rót­tæk­um vinstri­flokki, sagði fram­lög­in „æf­ingu í al­manna­tengsl­um.“ Hún sagði að list­inn yfir þá sem hefðu gefið til end­ur­bygg­ing­ar­inn­ar liti út eins og listi yfir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga sem væru staðsett í skatta­skjól­um.

Skrifin eru fengin af Facebooksíðu Sólveigar Önnu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: