- Advertisement -

Aðalstræti 10 / langt fram úr áætlunum

Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs.

„Reykjavíkurborg eignaðist Aðalstræti 10 árið 2001. Nokkru seinna var farið að ræða hvernig standa mætti að endurbyggingu hússins og var samningur um samstarf Reykjavíkurborgar og Minjaverndar um það verk undirritaður í byrjun árs 2005. Fyrirspurnin hljóðar svo: „Hvað hefur kostnaður við endurbætur og uppbyggingu húss og sýningar við Aðalstræti 10 kostað borgina frá upphafi til dagsins í dag kostað tæmandi talið, núvirt?“

Þetta sagði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi. „Svarið nær eingöngu frá janúar 2018 til júní 2020. Því er skautað létt frá svarinu og réttum upplýsingum. Kostnaðurinn á því árabili sem svarið snýr að er tæpar 160 milljónir núvirtar. Athyglisvert er að í viðauka við fjárhagsáætlun 2020 sem afgreidd var í dag var lagt til og samþykkt að ráðstafa 35 milljónum til viðbótar vegna fjárfestingar í Aðalstræti 10 til viðbótar við þær 145 milljónir sem þegar eru á fjárfestingaráætlun ársins og verði þá í heild 180 milljónir. Það segir okkur aðeins eitt – verkið er farið langt fram úr áætlunum. Mikið misræmi er í svarinu og staðreyndum sem fyrir liggja. Því er fyrirspurnin lögð fram á nýjan leik og þess freistað að Reykjavíkurborg gefi kjörnum fulltrúum réttar upplýsingar og svari því tímabili sem um er spurt,“ sagði Vigdís.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fulltrúar meirihluttans í borgarráði bókuðu strax:

„Reykjavíkurborg keypti Aðalstræti 10 árið 2017. Framkvæmdir við þetta elsta hús borgarinnar hófust árið 2018 líkt og fram kemur í svarinu en markmiðið með þeim var að tryggja aðgengi að húsinu og innan hússins auk þess að setja upp sýningu um upphaf byggðar í Reykjavík. Í viðauka við fjárfestingaráætlun sem áheyrnarfulltrúinn nefnir, kemur einnig fram að um sé að ræða tilfærslu milli ára.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: