- Advertisement -

Aðförin sem ekki gleymist

Skömm þeirra sem sitja við stjórn slíks fé­lags er mik­il.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, skrifar:

Icelanda­ir stend­ur nú fyr­ir mik­illi her­ferð vegna hluta­fjárút­boðsins sem hefst á morg­un þar sem framtíð fé­lags­ins ákv­arðast. Ný and­lit kynna fyr­ir­tækið, ytri þætt­ir sem valda rekstr­ar­vanda Icelanda­ir og annarra flug­fé­laga eru tí­undaðir og dreg­in fram löng saga þessa flug­fé­lags. Þetta er skilj­an­legt, enda mikið í húfi fyr­ir fé­lagið og þar með hlut­hafa þess og stjórn­end­ur. Sam­fé­lagið á mikið und­ir traust­um flug­sam­göng­um og end­ur­spegl­ast það í ríkri fyr­ir­greiðslu sem Icelanda­ir hef­ur notið í formi hluta­bóta, greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti og nú síðast með heim­ild til rík­is­ábyrgðar á lán­um.

Í grein í Morg­un­blaðinu í gær kveður við áhuga­verðan tón í þess­ari her­ferð Icelanda­ir. Þar er látið að því liggja að hluta­fjárút­boðið snúi öðru frem­ur að því að verja hag launa­fólks og sér­stak­lega tekið fram hversu marg­ir fé­lags­menn í aðild­ar­fé­lög­um ASÍ starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. Ekki er ljóst hvaða til­gangi þessi upp­taln­ing þjón­ar, en vænt­an­lega að krefja ASÍ um sam­stöðu með stjórn­end­um Icelanda­ir í gegn­um ólgu­sjó dags­ins. Slíka sam­stöðu er erfitt að krefja sam­tök launa­fólks um ör­skömmu eft­ir að Icelanda­ir stóð fyr­ir einni gróf­ustu aðför að rétt­ind­um vinn­andi fólks hér á landi á síðari tím­um, aðför sem er þegar skráð á spjöld sög­unn­ar. Ákvörðun Icelanda­ir að af­henda flug­freyj­um og -þjón­um upp­sagn­ar­bréf í miðri kjara­deilu og hóta því að ganga til samn­inga við annað stétt­ar­fé­lag að eig­in vali var ekki aðeins aðför að öllu launa­fólki, held­ur gekk hún á svig við leik­regl­ur á ís­lensk­um vinnu­markaði. Und­an­fari þessa var ótrú­leg fram­koma við stétt­ar­fé­lag flug­freyja og -þjóna þar sem einn dag­inn lá lífið á að semja en svo liðu marg­ar vik­ur án sam­tals. Skömm þeirra sem sitja við stjórn slíks fé­lags er mik­il og þá er til lít­ils að hreykja sér af því að vera stór vinnustaður, eða með öðrum orðum reiða sig á vinnu­afl fjölda fólks og að standa í skil­um á greiðslum í stétt­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóði, svo sem lög­bundið er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í stað þess að reyna að skapa nýja ásýnd fé­lags­ins í miðju hluta­fjárút­boði til að tæla til sín eft­ir­launa­sjóði vinn­andi fólks væri nær að fé­lagið geng­ist við mis­tök­um sín­um og bæði launa­fólk allt af­sök­un­ar á fram­kom­unni. Sam­hliða mætti fé­lagið lýsa því yfir að héðan í frá virði það starfs­fólk sitt, samn­ings­rétt þess og aðild að stétt­ar­fé­lög­um. Fyrr mun Icelanda­ir ekki end­ur­vinna það traust sem fé­lagið naut áður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: