- Advertisement -

Aðgerðarleysi ekki í boði Akurnesinga

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Akraneskaupstaður hefur tekið saman aðgerðapakka til að bregðast við Covid-19 og mér sýnist að inn í þeim pakka sé margt sem muni létta undir með fyrirtækjum og bæjarbúum.

Mínar áhyggjur liggja í atvinnuástandinu en eins og fram kemur á þessari mynd þá áætlar Vinnumálastofnun að atvinnuleysið á Akranesi eigi eftir að aukast umtalsvert og er gert ráð fyrir að atvinnuleysið í þessum mánuði muni nema 8,1%

Þú gætir haft áhuga á þessum

Því miður óttast ég að það eigi á næstu mánuðum eftir að ná allt að 14% og því er gríðarlega mikilvægt allt sé gert til að, verja störf, verja kaupmáttinn og verja heimilin.

Aðgerðaleysi sem byggist á því að gera ekki neitt, er og hefur aldrei verið boði hjá okkur Akurnesingum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: