- Advertisement -

Ætla þau að vernda almenning fyrir Samherjamafíunni?

Gunnar Smári skrifar:

Til hvers að spyrja þetta fólk um hvað því finnist? Þetta er ekki almenningur úti á götu eða einhverjir áhrifavaldar; þetta er ráðafólk og slíkt fólk á að spyrja um hvað það ætli að gera. Ætla þau að vernda almenning fyrir Samherjamafíunni eða ætla þau að halda áfram að blessa starfsemi hennar með aðgerðarleysi sínu?

Fjölmiðlar verða að læra að greina á milli valdhafa og venjulegs fólks. Okkur kemur ekkert við hvort valdafólk hafi þungar áhyggjur af hinu eða þessu, sé slegið út af einhverju eða sé brugðið eða bla bla bla. Það sem skiptir máli er að fá að vita hvað valdafólkið ætlar að gera í málunum. Og svo á að rukka það um aðgerðirnar korteri seinna og á hálftíma fresti þar til þær eru komnar á skrið. Þá á að rukka þær um árangurinn af þessum aðgerðum. En aldrei, hvergi í þessu ferli, skiptir máli hvernig því varð við að heyri hitt eða þetta. Svoleiðis spurningar eru fyrir vitni eða almenning.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: