- Advertisement -

Algjörlega óþolandi inngrip

Staða Sjálfstæðisflokksins er vafasöm. Flokkurinn er tengdur við aðgerðir sýslumannsins.

Fjölmiðlar Áður hefur sýslumaður samþykkt lögbann á fjölmiðil. Sýslumaður hefur gert það en ákvörðun hans hefur verið hrundið í héraði og Hæstarétti. Sýslumaður hefur ekki lært af mistökum. Hann hikar ekki við að stunda óþolandi inngrip í frjálsa fjölmiðlun. Skömm hans er mikil.

Sýslumaður veit að hann er ábyrgðarlaus. Það er sama hversu galna úrskurði hann kveður upp, þegar þeir eru felldir af dómstólum kemur sýslumanni það ekkert við. Hann bíður bara næsta færis. Þetta er með öllu fullkomlega óásættanlegt.

Það hefur reynt mikið á innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Ekki minnka átökin nú. Meðal innmúraðra og innvígðra er farið að bera á efasemdaröddum. Röddum óhliðhollum formanni flokksins. Til þessa hefur varið stokkið strax á þá sem sýna óþol. Nú eru þeir of margir.

Það var upplýst í Heimastjórninni á ÍNN að einn þeirra þriggjar þar hafði sagt að Bjarni Benediktsson yrði að endurmeta stöðu sína. Viku síðar var upplýst þar að sá hafði fengið skammir að ofan. Engin meðvirkni dugar nú. Sjálfstæðisflokkurinn, eða réttara sagt forystu hans, verður að koma fram með trúverðugum hætti til að hreina sig af þessum ömurlegu vinnubrögðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Beneditksson hefur sagt í dag að hann hafi aldrei kvartað undan fréttamennsku. Það er gott að rifja þetta upp og þá líka andmæli hans, þar sem hann segir orðrétt:  „Ætlun sín hafi einfaldlega verið sú að segja eiganda blaðsins skoðun sína á óásættanlegum vinnubrögðum blaðamanns og útskýra fyrir honum í hverju hann teldi rangfærslur þess liggja.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: