- Advertisement -

„Allra hagur, ekki hvað síst sjómanna og útgerða, að vernda lífríkið“

„Það er óumdeilt að botntroll veldur skaða á hafsbotninum en það er umdeilanlegt hvert umfang þess skaða er. Það er líka óumdeilt að stórlega hefur dregið úr skaðsemi bottntrolla á undanförnum árum. Þann árangur má að mestu leiti þakka bættri hönnun veiðarfæra, nýrri tækni við veiðarnar og ekki síst mikillar fækkunnar stórra togskipa við landið,“ skrifaði Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður og margreyndur togaraskipstjóri.

„Hafsvæðið sem tilheyrir Íslandi er um 760.000 km² að stærð. Af því er u.þ.b. 1/3 (gróflega) nýttur til veiða með botnlægum veiðarfærum, netum, línu, togveiðarfærum. Það eru því engaar togveiðar á lang stærstum hluta hafsvæðisins umhverfis Íslands, ólíkt því sem er raunin hjá flestum öðrum löndum. Þetta ber að hafa í huga þegar rætt er um að banna togveiðar á t.d. 30% hafsvæða innan lögsögu landa, líkt og Bretar hyggjast nú gera. Norðursjórinn er t.d. um 570.000km², tilheyrir sjö löndum og það af honum sem ekki er þegar nýttur fyrir olíuvinnslu og vindmyllur er nær allur opinn fyrir togveiðum.

Það er athyglisvert að nær allur sá árangur sem náðst hefur hér á landi við að draga úr skaðsemi botntrollsveiða við Ísland má að stærstum hluta rekja til greinarinnar sjálfrar, þ.e. sjómanna, útgerða, veiðarfærahönnuða, skipahönnuða o.sv.frv. og hefur náðst án aðkomu að afskipta stjórnvalda nema að mjög litlu leiti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er allra hagur, ekki hvað síst sjómanna og útgerða, að vernda lífríkið á hafsvæðinu umhverfis landið og auðlindir þess séu nýttar með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Til að svo geti orðið þurfa allar ákvarðanir í þá veru að byggjast á bestri mögulegri þekkingu hverju sinni,“ skrifaði togaraskipstjórinn Björn Valur Gíslason.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: