- Advertisement -

Alls ekki hæstu launin hér

Stefán Ólafsson:

Svisslendingar eru bæði með hæsta verðlagið og hæsta launakostnaðinn og þar stendur almenningur því mun betur en hér á landi. Launakostnaður er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi.

Stefán Ólafsson skrifaði:

Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land.

Hins vegar er verðlag á Íslandi (og í Sviss) það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag eykur hagnað fyrirtækja og rýrir kaupmátt almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðan þegar launakostnaður fyrirtækja er skoðaður að teknu tilliti til verðlags þá er útkoman sú, að Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum. Svisslendingar eru bæði með hæsta verðlagið og hæsta launakostnaðinn og þar stendur almenningur því mun betur en hér á landi. Launakostnaður er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi.

Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, en hún kemur frá Eurostat og er fyrir árið 2020.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: