Alþingi „Nú heyrum við í hæstvirtum ráðherra, hann segist ætla að taka þetta upp núna og reyna að bæta eitthvað úr. Auðvitað er þetta allt of seint í rassinn gripið, frú forseti. Nú er búið að rústa leigubílamarkaðnum með þessum lögum og nú á að fara að reyna að lagfæra þetta eftir á, sem er auðvitað erfitt,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki.
„Eina orðið yfir leigubílamarkaðinn í dag er ófremdarástand, frú forseti. Það er búið að tala um þetta alveg frá því lögin voru sett og af hverju gerist ekki neitt? Ég hvet hæstvirtan ráðherra til að ganga í þetta verk af alefli og fljótt og hafa hraðar hendur.“
Síðar sagði KGH: „Eftirlit með þessum leigubifreiðaakstri er í molum miðað við frásagnir. Ráðherra þarf, eins og ég hvatti hann til að gera, að hafa skilvirkt eftirlit með sinni undirstofnun til að hún sinni sínu hlutverki. Viðbragðið þarf að vera skjótvirkt. Ráðherra þarf strax að ganga í þetta og eftirlitsaðilinn þarf að gera það án tafar. Ef um er að ræða einhver lögbrot þarf auðvitað að koma því í hendurnar á viðeigandi aðilum til að rannsaka málin og taka þau til viðeigandi meðferðar.“