- Advertisement -

Allt okkur að kenna og ekkert okkur að þakka

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar:

Á sama tíma og fréttir berast af því að alþingismenn fái tvöfaldan jólabónus alþýðunnar (sem er auðvitað mjög í anda þeirrar efnahagsstefnu sem hér er fylgt; brauðmolakenningunni um að hin ríku fái ávallt meira en aðrir og geti þá td. fyllst aðdáun á eigin göfugmennsku þegar þau láta fleiri þúsundkalla en við vesalingarnir rakna til góðgerðastarfs í aðdraganda jólanna) leiðir ný kjarakönnun Eflingar í ljós að fjárhagsáhyggjur félaga aukast mikið á milli ára, að aldrei hafa færri verið í eigin húsnæði frá upphafi launakönnunar, að þriðjungur félagsmanna hefur þurft að leita sér fjárhagsaðstoðar, að vinnutími lengist, að launahækkanir hjá Eflingar-fólki eru minni en hjá öðrum hópum í samfélaginu og að hjá hinum dæmigerðum kvenna-stéttum eru launin skelfilega lág (þær geta kannski leitað til alþingismanna eftir smá ölmusu til að láta jólin ganga upp?) og að þar er jafnframt mesta álagið.

En við hin vanstilltu, klikkuðu, gráðugu og byltingarsinnuðu ætlum samt að reyna að líta í eigin barm og biðjum alla afsökunar á því að raunveruleikinn er eins og hann er. Við hljótum að axla fulla ábyrgð á honum, enda löngu komið í ljós að flest er okkur að kenna og ekkert okkur að þakka, allra síst blessað fullveldið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: