- Advertisement -

Alþingi skilur öryrkja eftir

„Af hverju erum við með 42.000 kr. barnabótaauka en bara 20.000 kr. til öryrkjanna, þeirra sem verst eru settir? Hvers vegna í ósköpunum erum við að borga þeim sem eru á háum launum 30.000 kr. á sama tíma og við getum við ekki borgað öryrkjum nema 20.000 kr. og eldri borgurum ekki krónu? Hvers vegna í ósköpunum? Svaraðu því,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, og beindi orðum sínum til Óla Björns Kárasonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar þingsins.

Sem við var að búast varð svar Óla Björns svona og svona:

„Þegar háttvirt efnahags- og viðskiptanefnd fékk þetta frumvarp til umfjöllunar var ekki gert ráð fyrir að greiðsla kæmi til öryrkja með þeim hætti sem hér er lagt til. Fari ég rétt með, ég horfi nú á háttvirtan þingmann, Birgi Þórarinsson, sem situr í fjárlaganefnd, mun fjárlaganefnd hafa átt frumkvæði að því að leggja til fjármuni sem gerði okkur kleift að setja inn orlofsauka, ef ég mætti kalla það svo, sérstakar greiðslur til öryrkja. Mættu þær vera hærri? Já, vissulega, háttvirtur þingmaður,  en við erum þó að stíga þetta skref.“

Hvað sagði Bubbi í sínum söng:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þingmaður og svarið er.

Ja, a, a ,á, Ja, á.

Þingmaður og svarið er.

Ne, e, e, ei, ne, ei.

Mig langar að trúa þér.

Trúa, trúa, trúa.

Eru orð þín ætluð mér.

Trúa, trúa, trúa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: