- Advertisement -

Árásir með ósönnum og alvarlegum ásökunum

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af.

Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar

Hér tekur þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands þátt í þeirri viðbjóðslegu aðför sem nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunnar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga).

Þriðji varaforseti ASÍ mætir í viðtal hjá Mbl.is með nákvæmlega ekkert í höndunum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar! Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!

Það vekur mikla athygli mína að Halldóra Sveinsdóttir talar í „fréttinni“ fyrir hönd ASÍ; „Spurð seg­ir hún ASÍ ætla að bíða og sjá hvað kem­ur út úr rann­sókn máls­ins inn­an Efl­ing­ar“. Mig langar að segja ykkur að ekkert samband hefur verið haft við Viðar Þorsteinsson af hálfu Eflingar vegna „rannsóknar“ starfandi formanns félagsins og ekkert samband hefur verið haft við hann (eða mig) af hálfu ASÍ vegna vitneskju, umræðna eða áhyggna forystu Alþýðusambandsins um „fjárdrátt“ innan Eflingar. Ekki einn tölvupóstur borist og ekki eitt símtal. Enda er þetta mál allt uppspuni og lygar frá starfandi formanni félagsins. Nákvæmlega ekkert annað. En það stoppar ekki Halldóru; nei, hún er til í að taka þátt í enn einni aðförinni að mannorði Viðars og mínu. Hún er til í að vera ein af þeim sem notast við hina viðbjóðslegu aðferð hinna siðlausu: að ljúga bara nógu mikið og oft um fólk í þeirri vissu um að allavega einhverjir muni trúa ógeðinu.

Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: