- Advertisement -

ASÍ og SA saman gegn nýrri forystu

„Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur.“ Þetta er hluti fréttar Fréttablaðsins í dag. Í Mogganum sagði Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins: „„Ég trúi ekki öðru en fólk sýni yf­ir­veg­un og skyn­semi þegar í al­vör­una er komið. Að mínu mati eru um­mæli for­manns VR ekki af þeim toga.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og ræðumaður á baráttufundi verkafólks í gær, boðar hörð átök, t.d. skæurverkföll.

Ný forysta í stærstu félögunum ætlar að gera meira. Ragnar sagði meðal annars: „Við boðum baráttu sem hefur ekki sést í íslenskri verkalýðshreyfingu í áratugi! Við munum berjast fyrir kerfisbreytingum! Við erum að tala um baráttu gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta, breytingar á skattkerfinu með áherslu á hækkun persónuafsláttar, regluverk til verndar leigjendum. Við viljum lög á viðbjóðslega okurlánastarfsemi smálánafyrirtækjanna sem beina kröftum sínum kerfisbundið að þeim sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi. Heilbrigðiskerfið og þjóðarátak í húsnæðismálum! Það verður ekkert skilið eftir í okkar baráttu sem skiptir ykkur máli. Ykkar kröfur eru okkar baráttumál.“

Það er ljóst að forseti Alþýðusambandsins og forysta atvinnurekenda eru ósammála þessu. Ríkisvaldið, sem nú hefur tekið ljósmæður í bóndabeygju og þvingað þær til aukavinnu, mun ekki fagna nýjum og ákveðnum kröfum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framundan eru harðari átök en hafa sést í langan tíma. Hvorki Gylfi Arnbjörnsson né Eyjólfur Árni hafa mátt til að stöðva þá skriðu sem komin er af stað.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: