- Advertisement -

Bankar geta ekki tapað trausti því þeir eiga ekkert traust til að tapa

Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar Arion banka var vikið úr stjórn bankans daginn eftir að hún lagði fram tillögu um að rannsaka söluna.

Ragnar Þór Ingólfsson.

„Nú keppast viðmælendur úr viðskiptalífinu við að segja að traust hafi tapast, eða verið ógnað, á markaðnum og títtnefndu viðskiptalífi,“ segir í upphafi greinar eftir Ragnar Þór Ingólfsson.

„Staðreyndin er sú að til þess að geta tapað trausti þarf það að vera til staðar og ef þetta ágæta, en að sama skapi veruleikafirrta fólk, heldur að eitthvað traust hafi áunnist á fjármálakerfinu og viðskiptalífinu eftir hrun þá þurfa þeir sömu að líta sér nær.

Þú getur ekki tapað því sem ekkert er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Innan bankanna hefur ekkert breyst.

Innan bankanna hefur ekkert breyst, en þeir hafa lagt mikið á sig til að fegra ytra byrðið með því að ráða til sín færar auglýsingastofur og ímyndarsérfræðinga, á meðan þeir fara sínu fram á sama hátt og áður gagnvart varnarlausu fólki.

Ef lögbrot Íslandsbanka sýna fram á eitthvað er það að stjórnendum bankanna er nákvæmlega sama um einhver lög og regluverk, þeir gera bara það sem þeim nákvæmlega sýnist.

Í nóvember 2016 sagði Steindór Pálsson upp störfum hjá Landsbankanum vegna sölu bankans á Borgun á undirverði og skilaði tilteknum hópi gríðarlegum fjármunum á kostnað almennings.

Bankastjórinn var verðlaunaður með starfslokasamningi sem námu fullum launum í heilt ár.

Í apríl árið 2019 sagði Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka upp störfum, eftir „Vel heppnað“ hlutafjárútboð bankans þar sem vogunarsjóðir í skattaskjólum spiluðu stórt hlutverk. Bankinn hafði tekið á sig þrjá skelli á þessum tíma með gjaldþrotum kísilversins United Silicon, flugfélagsins Primera Air og WOW. Einnig var bankinn gagnrýndur harðlega fyrir að selja hlut sinn í Bakkavör árið 2016 á undirverði rétt fyrir skráningu félagsins í Bretlandi. Ríkissjóður og lífeyrissjóðir urðu af tugum milljarða króna vegna málsins. Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar Arion banka var vikið úr stjórn bankans daginn eftir að hún lagði fram tillögu um að rannsaka söluna. Fyrir störf sín fékk bankastjórinn Höskuldur 150 milljónir króna í starfslokagreiðslu.

Svo eru lobbíistar spillingarinnar…

Það muna flestir eftir Skeljungs fléttunni í Íslandsbanka. Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Íslandsbanka og höfuðpaurinn í því máli, efnaðist gríðarlega á skömmum tíma eftir söluna og er nafn hans víða að finna innan viðskiptalífsins algjörlega óáreittur af eftirlitsaðilum.

Svona gætum við haldið endalaust áfram og GjAMMAð um Upphaf, Símann sem skrældur var að innan, Ölmu, Lindarvatn, Lindarhvol, íslenska orkumiðlun, fjárfestingarleið Seðlabankans, skattaskjólin, upprisu útrásarvíkinganna, útgerðarmafíuna, múturnar, fiskeldisleyfin, kaupréttina og bónusa. Óteljandi samkeppnislagabrot og sektir stórfyrirtækja sem svindlað hafa miskunnarlaust á neytendum, almenningi í landinu, eins og ekkert sé sjálfsagðara því gróðinn er miklu meiri en sektin og brotin aldrei refsiverð nema með sektum á fyrirtækin sjálf, sektum sem neytendur borga svo á endanum.

Þessi dæmi eru aðeins örfá, aðeins toppurinn af borgarísjaka spillingar sem þrífst í okkar samfélagi.

Svo eru lobbíistar spillingarinnar að telja okkur trú um að eitthvað hafi áunnist í trausti eftir bankahrunið. Þvílík ósvífni að bera slíkt á borð. Traust eru orð sem formenn ríkisstjórnarflokkanna, viðskiptalífið og fjármálakerfið hafa engan skilning á og hafa engan rétt eða innistæðu til að fara með og leggja í eyru þjóðarinnar.

Styrmir Gunnarsson heitinn lýsir þessu vel, og hann gerir það líklega best því hann var innsti koppur í búri pólitískrar spillingar og frændhyggli stjórnmálamenningarinnar á Íslandi um áratuga skeið.

Styrmir sagði,

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Rísum upp!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: