Bergþór Ólason, ókrýndur forystumaður stjórnarandstöðunnar á Alþingi, talaði um fiskverkafólk, einkum konur og vill verja þeirra hlut gagnvart veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í einni af ræðum sínum sagði hann:
„Það er mikilvægt að við verjum árangur sem þennan með því að leyfa því fyrirkomulagi sem hér hefur komist á hvað samþættingu veiða og vinnslu varðar að halda áfram að gera gagn og styðja við og styrkja þessa stétt, bæta kjör hennar og skapa starfsöryggi. Sú leið sem hér er farin í þessu frumvarpi er leið sem ýtir undir að það slitni á milli veiða og vinnslu. Það mun að líkindum hærra hlutfall afla fara á markað og við þekkjum bara hlutföllin á markaði þar sem vinnslur, á köflum niðurgreiddar með ríkisstyrkjum frá Evrópusambandinu, bjóða verð í afla á markaði sem ekki forsvaranlegt að vinna hér með þeim kjörum sem íslensku fiskvinnslufólki stendur til boða.“