- Advertisement -

Berst gegn eigin launahækkunum

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki berst gegn eigin launahækkunum. Tillaga hennar um frystingu launa borgarfulltrúa fæst ekki afgreidd.

„Þann 16. apríl lagði fulltrúi sósíalista fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Á meðan að COVID-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki,“ bókaði Sanna Magdalena í borgarráði.

„Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðunin verði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkana. Fulltrúi sósíalista hefur reglulega athugað hver staðan á tillögunni sé en hún hefur ekki enn komið til afgreiðslu, mörgum mánuðum síðar og komið hefur til launahækkana.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: