- Advertisement -

Bjarnheiður stingur hausnum í sandinn

Ef einhver er verkalýðshreyfingunni til sóma þá er það Sólveig Anna Jónsdóttir.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hver er að stinga hausnum í sandinn núna! Er það verkalýðshreyfingin. Nei og aftur nei. Það er þessi Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins sem eru að stinga höfðinu í sandinn.  Gera sér ekki grein fyrir því að launafólk myndar her sem telur hátt í tvö hundruð þúsund manns. Og verkalýðshreyfingin hefur á að skipa flottri forystu sem ætlar ekki að láta sitt lægst launaða fólk drepast úr hungri í vetur. Bjarnheiður ætlast hins vegar til þess að svo verði og segir: „En auðvitað er miklu betra að stinga hausnum í sandinn, eins og verkalýðshreyfingin hefur kosið að gera og halda að allt geti gengið sinn vanagang, þó að 300 milljarða vanti inn í hagkerfið. Enginn forsendubrestur á þeim bænum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei verkalýðshreyfingin lítur ekki svo á að þeir lægst launuðu eigi að borga fyrir forsendubrest sem Samtök atvinnulífsins hafa skáldað upp um lífskjarasamninginn. Og ef einhver er verkalýðshreyfingunni til sóma þá er það Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Hún sýnir gríðarlegan kjark í baráttunni við þau valdamiklu öfl í þjóðfélaginu sem hafa engan áhuga á að bæta kjör hinna lægst launuðu, hvað þá kjör öryrkja og fátæks eftirlaunafólks. Viðhorf Bjarna Ben er svo dæmigert fyrir þá ríku og voldugu sem öllu ráða hér, eða það viðhorf að fólk sé fátækt vegna þess að það kann ekki fjármálalæsi.Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: