- Advertisement -

Bjarni hækkar skatta um 100 milljarða

Samtök atvinnulífsins hafa reiknað og niðurstaðan er sú að skattar hækki um eitt hundrað milljarða króna á ári.

Á vef samtakanna má lesa þetta:

Tekjur ríkissjóðs hafa aukist mikið undanfarin ár. Skatttekjur á hvern Íslending munu slá fyrri met á næsta ári. Skattahækkanir fyrri ára standa að mestu óhreyfðar og aðrir skattar hafa bæst við. Að mati SA munu skattahækkanir síðustu ára skila ríkissjóði rúmlega 100 milljörðum króna árlega í viðbótartekjur. Það jafngildir heildarframlagi ríkisins til sjúkrahúsþjónustu. Fyrirhuguð lækkun tryggingargjalds er fagnaðarefni en aðeins dropi í hafið. Ísland verður eftir sem áður háskattaríki í alþjóðlegum samanburði og það ætti að vera forgangsmál að draga til baka þær skattahækkanir  sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: