- Advertisement -

Bjarni segir skjól í verðtryggingunni

Er hann tilbúinn að taka verðtrygginguna úr sambandi?

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður á Alþingi um stöðu þeirra skuldara sem eru með verðtryggð lán og hvort ekki sé rétt að kippa verðtryggingunni úr sambandi.

„Hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðtrygginguna? Verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna. Eins og við vitum að skeði í hruninu mun það bitna á þúsundum heimila ef ekkert verður að gert. Ég vil bara fá svar núna strax við spurningunni: Hvað ætlar fjármálaráðherra að gera í þessu? Er hann tilbúinn að taka verðtrygginguna úr sambandi á heimilislán, á lánin hjá heimilum, núna strax? Við getum gert þetta einn, tveir og þrír, bara til að róa fólk niður. Ætlar hann að bíða þangað til að þeir sem eiga minnst í húsnæðinu eru búnir að missa allar sínar eigur? Hvenær á að gera þetta? Ég vil fá svar við því,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni benti á að til sé verri staða en verðtryggt lán í mikilli verðbólgu:

„Ég vek líka athygli á því vegna umræðunnar um verðtryggð lán að hafi menn raunverulegar áhyggjur af því að verðbólga sé á leiðinni ættu menn ekki að gleyma því að ræða um stöðu þeirra sem hafa tekið óverðtryggð lán í stórauknum mæli á undanförnum árum vegna þess að þeirra greiðslubyrði um hver mánaðamót mun hækka miklu meira en hinna sem hafa verðtryggð lán og njóta í raun og veru skjóls af henni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: