- Advertisement -

Borgin borgar 1.600 milljónir í leigu

Reykjavíkurborg borgar meira en 1.600 milljónir á ári í húsaleigu, víðs vegar um borgina. Það var Vigdís Hauksdóttir sem spurði út í þetta:

„Þann 25. júní sl. var lagt fram svar við fyrirspurn minni um leigukostnað Reykjavíkur á árinu 2019. Svarið má finna á þessari slóð. Nú hefur borist svar um leigutekjur leigutaka borgarinnar sjá hér. Til að fá sem gleggsta mynd af leigutekjum og leigugjöldum borgarinnar er nauðsynlegt að greina kostnað og tekjur niður á fermetra. Því er óskað er eftir að fá leiguverð pr. fermetra sem Reykjavíkurborg leigir eftir eignum að undanskildu íbúðarhúsnæði,“ þannig spurði Vigdís.

Mest borgar borgin fyrir skrifstofur í Borgartúni 10, eða 680 milljónir á ári. Leigusali er HTO ehf.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: