- Advertisement -

Borgin lagt allt sitt á kolsvart

Átak borgarinnar í húsnæðismálum frá Hruni skilar okkur 500 lúxusíbúðum sem enginn vill kaupa, lúxusíbúðir sem enginn vill og enginn þarfnast og sem enginn hefur nokkru sinni beðið um.

Gunnar Smári skrifar: Bólur gera enga kröfur um að raunveruleg eftirspurn sé eftir þeirri vöru sem bólan hækkar látlaust í verði. Það sannaðist í túlipanabólunni í Hollandi snemma á sautjándu öld, þegar túlipanalaukur gat farið á tíföld árslaun iðnaðarmanns (jafngildi um 100 m.kr. á Íslandi dagsins, svona gróft reiknað). Verðmæti bóluvöru er ekki notagildið heldur möguleikinn á næsti maður kaupi hana hærra verði.

Með því að fela lóðabröskurum, verktökum og leigufélögum (sem eru í grunnin veðmál spilavítiskapítalista um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs) skipulagsvaldið hefur Reykjavíkurborg blásið upp enn eina heimskulegu bóluna.

Í stað þess að mæta þörfum fólks í húsnæðiskreppu hefur borgin lagt allt sitt á kolsvart (svo notað sé dæmi af spilavítisrúllettu) og uppskorið offramboð af lúxusíbúðum ofan á húsnæðisskort láglaunafólks og fólks með meðaltekjur; fólks sem á hvorki efni á að kaupa húsnæði í bólunni né að leigja hjá okurleigufyrirtækjum; fólk sem er fórnarlömb heimskulegrar grimmdarstefnu ríkis og borgar í húsnæðismálum.

Átak borgarinnar í húsnæðismálum frá Hruni skilar okkur 500 lúxusíbúðum sem enginn vill kaupa, lúxusíbúðir sem enginn vill og enginn þarfnast og sem enginn hefur nokkru sinni beðið um. Á sama tíma skella borgaryfirvöld skollaeyrum við neyðarópum fjöldans. Þessum lúxusíbúðum hefur verið hraukað upp á dýrustu útsýnislóðum bæjarins, sem hafa rokið upp í verði í margendurteknum braskviðskipum lóðabraskara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Húsnæðisstefna ríkis og bæjar frá Hruni verður lengi í minni höfð fyrir heimsku og grimmd. Mikil er skömm þeirra sem að komu.

Með því að fela lóðabröskurum, verktökum og leigufélögum  skipulagsvaldið hefur Reykjavíkurborg blásið upp enn eina heimskulegu bóluna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: