- Advertisement -

Borgin verður af sex milljörðum

„Fjárhagsáætlunargerð snýr að því að áætla hvernig borgin aflar tekna og deilir þeim þannig að það nýtist borgarbúum sem best. Útsvarið er helsti tekjustofn borgarsjóðs. Ljóst er að ekki allir greiða til samfélagsins. Borgarsjóður myndi standa sterkar ef fjármagnseigendur hefðu greitt til samfélagsins síðustu ár. Ef útsvar hefði verið lagt á fjármagnstekjur árið 2019 hefði borgarsjóður geta fengið um 6 milljarða aukalega,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir á fundi borgarstjórnar.

„Þar sem það gilda ekki sömu reglur fyrir ríkt fólk eins og aðra í samfélaginu, þá birtist gjaldtakan annars staðar. Við erum að rukka börn fyrir að borða í skólanum, foreldrar þurfa að nýta frístundastyrk svo að börnin þeirra geti dvalið á frístundaheimilum. Borgarbúum er gert að greiða fyrir þjónustu sem ætti að teljast til grunnþjónustu og ætti að vera gjaldfrjáls,“ sagði Sanna.

„Í september 2019 var samþykkt að vinna með tillögu Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna í landinu með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Enn liggur ekki fyrir hver staðan er á vinnslu þeirrar tillögu. Launafólk og hinir tekjulægstu greiða til samfélagsins, við getum ekki búið í samfélagi þar sem tekjuhæsta fólkið fær frípassa frá því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: