- Advertisement -

Börn í vanda: Sorgleg arfleifð fyrri tíma

„Frá 2017 hefur fjölmörgum úrræðum fyrir börn verið lokað og ekkert sem tekur við nema einhverjar furðulegar fjölmiðlauppákomur.“

Jón Gnarr.
Jón Gnarr alþingismaður og Salvör Nordal umboðsmaður barna.

Jón Gnarr tók til máls á Alþingi í dag. Það var engin skemmtiræða sem hann flutti. Alls, alls ekki. Gefum honum orðið:

„Allir sem fylgst hafa með fréttum hafa ekki farið varhluta af því vaxandi ófremdarástandi sem hefur lengi ríkt í málefnum barna á Íslandi í margvíslegum vanda. Ný ríkisstjórn hefur reynt að setja sig inn í þessa sorglegu arfleifð fyrri tíma en þetta er svo flókið og þvælukennt að það er oft þrautinni þyngra. Frá 2017 hefur fjölmörgum úrræðum fyrir börn verið lokað og ekkert sem tekur við nema einhverjar furðulegar fjölmiðlauppákomur þar sem ráðherra og embættismenn vígja og opna jafnvel ný úrræði fyrir börn sem síðan taka svo aldrei til starfa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Myndir mbl.is.

Jón taldi upp: „Gunnarsholt á Rangárvöllum, Hamarskot í Flóahreppi, Blönduhlíð í Mosfellsbæ, sem opnuð var bara fjórum dögum fyrir kosningar, að ógleymdu húsi í Garðabæ sem átti að rísa 2018.“

Jón hélt áfram:

„Mjög erfitt er að fá upplýsingar og menn benda hver á annan. Foreldrar og aðstandendur fá misvísandi upplýsingar og innantóm loforð um hjálp fyrir börnin sín sem aldrei kemur. Stuðlar eru óstarfhæfir, húsnæðið úr sér gengið og álag er óásættanlegt. Umboðsmaður barna hefur lýst yfir neyðarástandi reglulega frá árinu 2018. Sá skelfilegi atburður gerðist á Menningarnótt að 16 ára drengur réðst á fimm ungmenni vopnaður hnífi, slasaði tvö þeirra illa en myrti 17 ára stúlku. 19. október 2024 lét 17 ára drengur lífið í eldsvoða á Stuðlum, fyrir nákvæmlega fimm mánuðum síðan.“

Jón: „Það er til reglugerð um afplánun sakhæfra barna frá 2015. Samkvæmt henni skulu börn afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi. Ekkert slíkt úrræði er nú til. Ríkisstjórnin er að vinda ofan af þessu og móta aðgerðir sem kynntar verða á næstu dögum og vikum og bind ég miklar vonir við þær. En eftir að hafa rætt við fjölda fólks, núverandi og fyrrverandi starfsfólk í þjónustu við börn hjá hinum ýmsu stofnunum, átt fundi með foreldrum, kynnt mér skýrslur, lesið greinar í fjölmiðlum, þá spyr ég mig hvort ekki þurfi að fara fram ítarleg rannsókn á þessu ömurlega ferli öllu saman, stjórnsýsluúttekt með það að markmiði að útskýra hvað fór úrskeiðis, hver beri ábyrgðina og svo í framhaldinu innleiða endurbætur og endurskipulag á þessum mikilvæga málaflokki til að tryggja að svona harmleikur geti aldrei endurtekið sig.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: