- Advertisement -

Brot­legir ráðherr­ar hafa ekki þurft að bera ábyrgð á lög­brot­um

Þorsteinn Sæmundsson.

„Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra (M&m) hélt upp á alþjóðleg­an bar­áttu­dag kvenna með því að áfrýja máli sem hún hafði tapað í héraðsdómi til Lands­rétt­ar. Málið höfðaði ráðherra á hend­ur kyn­syst­ur sinni sem hafði skotið ráðningu á póli­tísk­um sam­verka­manni ráðherr­ans í embætti ráðuneyt­is­stjóra til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála. Úrsk­urður kær­u­nefnd­ar sem héraðsdóm­ur hef­ur nú staðfest er sá að M&m hafi brotið gegn ákvæðum jafn­rétt­islaga og komst ráðherra þar með í þröng­an hóp þeirra ráðherra ís­lenskra sem brotið hafa þau lög, standi dóm­ur héraðsdóms. Eins og alþjóð veit hef­ur eng­inn brot­legu ráðherr­anna þurft að bera ábyrgð á lög­brot­um sín­um til þessa. Ef­laust verður það sama upp á ten­ingn­um gagn­vart M&m sem með áfrýj­un­inni hef­ur keypt sér tíma fram yfir kosn­ing­ar því nær úti­lokað er að Lands­rétt­ur kveði upp úr­sk­urð sinn fyr­ir sept­em­ber­lok,“ skrifar Þorsteinn Sæmundsson í Mogga dagsins.

„Hér er um ójafn­an leik að ræða þar sem ráðist er með full­um þunga rík­is­sjóðs að konu sem ekk­ert hef­ur til saka unnið annað en að sækja um starf og vera tal­in hæf­ust til að gegna því. M&m legg­ur tölu­verðan út­gjalda­auka á rík­is­sjóð með því að draga málið á lang­inn og ger­ir hlut sinn í mál­inu enn al­var­legri. Enn um sinn verður áður­nefnd kona að eyða tíma og fjár­mun­um (alla vega tíma­bundið) í að verj­ast at­lögu ráðherr­ans sem þolir ekki að tapa. Von­andi fær þetta óheilla­mál flýtimeðferð fyr­ir Lands­rétti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: