- Advertisement -

Brúarlánin verði ígildi eigin fjár

Ætlunin mun að 75% ríkisábyrgð verði á þessum ,,brúarlánum”.

Ragnar Önundarson skrifar:

Svonefnd „víkjandi lán“ eru ígildi eigin fjár, af því að þau víkja fyrir öllum öðrum skuldum, líka veðskuldum. Þau eru þess vegna „þolinmótt“ fjármagn. Það eina sem þau víkja ekki fyrir er sjálft eigið fé félagsins, hlutafé, varasjóðir og annað óráðstafað eigið fé. Þau eru skuld, endurkræf þegar aðrar skuldir hafa greiðst og efla þannig traust félags í öllum viðskiptum. Ætlunin mun að 75% ríkisábyrgð verði á þessum ,,brúarlánum”.

Hugmynd mín er sú að bankarnir veiti fyrirtækjum víkjandi og breytanleg lán. Gangi endurreisn atvinnulífsins vel greiðst lánið til baka, en ef fyrirtækið fer í þrot breytist lánið í nýtt hlutafé og eldra hlutafé færist niður. Útfæra þarf þetta nánar með ýmsum hætti, en þetta er meginefnið. Ef reynir á ríkisábyrgðina eignast ríkið 75% hlutafjárins. Framtakssjóðir í eigu almennings (lífeyrissjóða) vinni svo úr málum þegar þar að kemur. Almenningur ábyrgist (ríkisábyrgð) og almenningur fær ávinning úrvinnslu mála (lífeyrissjóðir).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: