„Við brosum og berum höfuðið hátt. Því fylgir stolt að vera fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi. Undirtónninn er þó graf alvarlegur. Ótrúlegur tími til að taka sæti í þingmannasamtökum Nató og leiða Íslandsdeildina þar, með þessum framúrskarandi þingmönnum, Þórdísi Kolbrúnu og Sigmari. Gríðarlega margt að setja sig inn í og síðustu dagar og yfirlýsingar á ýmsum vettvangi skilja sannarlega eftir margt til vandlegrar umhugsunar fyrir Ísland, fyrir Evrópu, að ógleymdri Úkraínu og öðrum nánustu nágrönnum Rússa. Meira um það síðar,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson.
- Advertisement -