- Advertisement -

Ef ekki, tek ég ranglætinu

Fjölmiðlar „En að sama skapi hefur árásum á fjölmiðilinn fjölgað. Óvinurinn er allt í einu undir rúminu. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu vikum. Áhyggjuefnið er það hvernig fer fyrir frjálsum og óháðum miðli undir tilraunum til fjandsamlegrar yfirtöku. Sjálfur er ég pollrólegur og trúi því að réttlætið muni sigra. Ef ekki þá verður maður að taka ranglætinu. Lifi frelsið,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV á Fésbókinni í dag.

Einsog kom fram á Miðjunni í dag bendir flest til að skipt verði um yfirstjórn á DV innan skamms, það er ritstjóra og framkvæmdastjóra, en þar gegna feðgarnir Reynir Traustason ritstjóri og Jón Trausti Reynisson lykihluverkum.

Fyrr í dag vitnaði Miðjan í skrif Lilju Skaftadóttur, sem var einn af helstu eigendum DV, þar til fyrir skömmu. „…og að með nýrri stjórn og yfirstjórnendum verði haldið áfram á sömu braut,“ segir meðal annars í tilkynningu Lilju Skaftadóttur, sem lengi vel átti drjúgan hluta í DV, en hefur nú selt hlut sinn.

„Allt hefur sinn tíma og ekkert varir að eilífu. Velti fyrir mér næstu framtíð. Sjö ár á DV í gegnum súrt og sætt,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV einnig í færslu á Fésbókinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hrikalegir tímar fyrir tveimur árum þegar himinháar skattaskuldir og innri breyskleiki voru að sliga félagið. En starfsfólkinu tókst undir forystu Ólafs M. Magnússonar stjórnarformanns að sigrast á erfiðleikunum. Þar lögðu margir góðir menn hönd á plóg. Hagur DV hefur líklega aldrei verið betri en nú. Ritstjórnin hefur farið á kostum og svo sannarlega virtist vera að rofa til.“

Sjá einnig hér.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: