- Advertisement -

Ég bið ráðamenn að steinhætta slíku bulli

…heldur hefur þingfararkaupið líka hækkað um 80% meira en lægsti taxti verkafólks.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Svona í ljósi þess að margir ráðmenn þjóðarinnar tala ætíð að tekist hafi að hækka lægstu laun sérstaklega umfram aðra og kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað mjög mikið, þá tel ég nauðsynlegt að sýna blákaldar staðreyndir um samanburð á hækkun á lægsta launataxta verkafólks og hækkun á þingfararkaupi frá árinu 1998 til ársins 2018.

Eins og kemur fram á þessari mynd þá var lægsti launataxti verkafólks fyrir 20 árum síðan 63.399 kr. en er í dag 266.735 kr. og hefur því hækkað um 203.336 kr. eða sem nemur 320%.

Árið 1998 var þingfararkaupið 220.168 kr. en er árið 2018 komið í 1.101.194 kr. og hefur því hækkað um 881.026 kr. eða sem nemur 400%.

Ég bið því þá ráðamenn sem eru að halda þeirri skefjalausu þvælu fram að lægstu laun hafi hækkað sérstaklega umfram aðra að steinhætta slíku bulli.

Það er ekki bara að þingfararkaupið hafi hækkað um 677.690 kr. meira en lægsti launataxti verkafólks heldur hefur þingfararkaupið líka hækkað um 80% meira en lægsti taxti verkafólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: