- Advertisement -

Einskis að vænta af Alþingi

Málstofan við Austurvöll er upptekin við eitthvað allt annað.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ásamt sínu fólki unnið stórmerkilegt starf. Þau hafa gefið fólki, sem stendur afar illa, von. Mest eru það erlendar konur sem sinna vanþakklátum störfum innan ferðaþjónustunnar sem nú eygja von. Von um réttlæti og jafnvel virðingu. Fólkinu hefur ekkert verið sinnt til þessa. Jafn ótrúlegt og vont og það nú er.

Félagsdómur kveður upp dóm í dag um hvort rétt hafi verið staðið að verkfallsboðun Eflingar, eða ekki. Sólveig Anna hefur sagt, og það réttilega, að sama hvað Félagsdómur gerir í dag, breyti það í sjálfu sér ekki öllu. Og alls ekki upprisu kvennanna sem hafa fengið von og hafa fengið rödd. Það verður ekki frá þeim tekið. Hvorki í Félagsdómi eða annars staðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kannski er það engin undrun að þingheimur lætur sem ekkert sé. Þaðan kemur ekki einu sinni ein stuna Sólveigu Önnu og öðrum til aðstoðar. Eða hvatningar. Þannig er það. Og þannig verður það þar til raunverulegur vinstri flokkur nær kjöri til Alþingis. Flokkur sem virðir fólkið sem hefur mætti afgangi í samfélaginu. Sólveig Anna er að vinna þrekvirki í að snúa þessu við. Jafnvel í óþökk þingmanna og örugglega ráðherra.

Stjórnmálaumræðan og stjórnmálaátökin eru flutt að heiman. Málstofan við Austurvöll er upptekin við eitthvað allt annað.

Þegar á reynir er samtrygginga stjórnmálafólks sterk og mikil. Staðan á vinnumarkaði er erfið og launafólk á fátt stuðningsfólk á Alþingi. Vinstri græn hafa flutt af heiman. Eru farin af vinstri vængnum og yfir línuna. Á línunni situr Samfylkingin, þó aðeins hægra megin við hana. Vinstri vængurinn á Alþingi er auður og þaðan er því lítils að vænta í baráttu fólks fyrir sanngjörnum kröfum og fyrir sjálfsögðum mannréttindum.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: