- Advertisement -

Ekki Sjálfstæðisflokk og ekki Miðflokk

Björn Leví Gunnarsson:
Ég end­ur­tek. Það er eng­inn að hafna sam­starfi um ein­staka mál­efni. Bara sam­vinnu um valda­stöður.

„Pírat­ar hafa fyr­ir und­an­farn­ar kosn­ing­ar bent á tvo flokka sem, að gef­inni reynslu, ætti ekki að treysta fyr­ir völd­um. Það eru Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Miðflokk­ur­inn,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson í Mogga dagsins.

„Þess­ir flokk­ar eru ekki stjórntækir því ef upp koma svipuð mál og Lands­rétt­ar­málið, Pana­maskjöl­in, felu­leik­ur­inn með skatta­skjóls­skýrsl­una, upp­reist æra, lög­bann á fjöl­miðil, bréfa­sam­skipti um ut­an­rík­is­mál fram hjá þing­inu, Klaust­ur – þá væri niðurstaðan bara á einn veg. Van­traust. Það skipt­ir ekki máli hvaða flokk­ur fer svo­leiðis með vald, slíkt myndi þýða van­traust og að ráðherra axli ábyrgð,“ bætir þingmaðurinn og við og er hvergi hættur.

„Við flokk­um sem fara svona með vald, eins og of­an­greind mál og fleiri eru dæmi um, þurfa viðbrögðin að vera höfn­un. Því ef ekki er brugðist við þá end­ur­taka brot­in sig, aft­ur og aft­ur. Við höf­um það auðvitað í huga að fólk lif­ir og lær­ir af mis­tök­um sín­um. En til þess verður það að byrja á því að viður­kenna mis­tök­in. Það hef­ur verið til­finn­an­leg­ur skort­ur á slíkri viður­kenn­ingu á und­an­förn­um árum, sér­stak­lega varðandi mál þar sem mis­notk­un á valdi var vanda­málið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Miðflokk­ur­inn hafa hins veg­ar óneit­an­lega átt erfitt með að starfa sam­kvæmt því.

Flokkarnir eru þó ekki vonlausir í allt og öllu:

„Það þýðir hins veg­ar ekki að mál­efna­legt sam­starf um ein­staka mál við þessa flokka sé úti­lokað. Góðar hug­mynd­ir eru góðar sama hvaðan þær koma. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Miðflokk­ur­inn hafa hins veg­ar óneit­an­lega átt erfitt með að starfa sam­kvæmt því. Ef það á að tala um mál­efni þá er það til dæm­is alltaf á for­send­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagt að það þurfi „víðtæka“ sátt þegar flest­ir eru sátt­ir nema Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Ekki einu sinni auk­inn meiri­hluti í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 2012 var nóg fyr­ir Val­höll. Auk­inn meiri­hluti sem telst í öllu lýðræðis­legu sam­hengi vera víðtæk sátt.“

Og skrifin enda svona: „Þess vegna er ekki hægt að tala við Sjálf­stæðis­flokk­inn um völd og varla hægt að tala við hann um mál­efni. Það er því eðli­legt að hafna valda­sam­starfi við flokka sem mis­nota vald og sýna því enga iðrun. Ég end­ur­tek. Það er eng­inn að hafna sam­starfi um ein­staka mál­efni. Bara sam­vinnu um valda­stöður. Það þarf ekki völd til þess að koma góðum hug­mynd­um í fram­kvæmd ef fólkið sem fer með völd um­gengst það af virðingu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: