- Advertisement -

Enn eitt sjónarspil ráðherra framsóknar?

 Helga Vala Helgadóttir skrifar:

Það er ekki laust við að maður klóri sér örlítið í hausnum yfir aðgerðum stjórnvalda þessa dagana. Í sumar voru ríkisstjórnin og fylgjendur hennar rasandi yfir tillögum okkar um að koma námsmönnum á atvinnuleysisbætur í sumar vegna stöðunnar. Námsmenn ættu ekkert með slíkt að gera, þetta væri fullreynt og fráleit hugmynd. Nú hins vegar finnst þeim góð hugmynd að þeir sem fá atvinnuleysisbætur geti farið í nám. Ergo sum, námsmenn geta ekki orðið atvinnulausir en atvinnulausir geta orðið námsmenn.

Þarna birtist algjört skilningsleysi á stöðu námsmanna. Þeim sem eru á námslánum hefur fækkað um helming á undanförnum árum. Fjölmargir þurfa að sjá fyrir sér með vinnu meðfram námi en ríkisstjórnin tók ekkert tillit til þess í vor. Þá er ekki hægt annað en að undrast tímasetninguna, sem bendir til að þetta sé ekki raunverulegt úrræði enda eru skólar að hefjast og því ólíklegt að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá komist inn í nám í haust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin ætlar sér semsagt að hafa þetta úrræði til staðar einhvern tímann á næsta ári – eftir kosningar mögulega eða hvað? Eða er þetta enn eitt sjónarspil ráðherra framsóknar sem er fyrst kynnt í fjölmiðlum og síðan fyrir ríkisstjórn eins og raunin var með fjölmiðlalög og samgönguáætlun?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: