- Advertisement -

Er Davíð kjánaprik?

Fyrir margt löngu var kjánaprik platað til að standa við stýrið, eða rattið, eftir að báturinn hafði verið bundinn við bryggju og drepið hafði verið á vélinni. Þannig er nú komið fyrir ritstjóra Moggans. Hann stendur vaktina þrátt fyrir að báturinn liggi kyrr við bryggju.

Það hefur gleymst að segja honum að ráðendur í Borgartúni 35 fengu allt það sem þeir vildu frá Bjarna sínum. Davíð virðist ekkert fatta. Hann heldur einn áfram að henda drullukökum að forystu launafólks. Eftir fullnaðarsigurinn:

„Það er veru­legt áhyggju­efni fyr­ir lands­menn að á þess­um erfiðu tím­um í efna­hag þjóðar­inn­ar skuli for­ystu­menn Alþýðusam­bands­ins ófær­ir um að viður­kenna við samn­inga­borðið, aðeins í skýrslu­formi, að for­send­ur kjara­samn­inga séu löngu brostn­ar og þar með að þær hækk­an­ir sem fram undan eru muni auka á at­vinnu­leysið og íþyngja launa­mönn­um enn frek­ar en orðið er.“

Ólund vina Davíðs snéri aldrei að forystu launafólks. Þeir léku leik. Áfangastaðurinn var ríkiskassinn. Þangað komust þeir. Davíð getur snúið sér að öðru. Það þarf bara að benda honum á það.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: