- Advertisement -

Er forsætisráðherrann að segja satt?

„Ég treysti mér til að lofa ykkur því að forysta ASÍ mun ekki stíga fram til að leiðrétta þessi „mistök“ valdamestu konu landsins.“

Ísak Jónsson skrifaði: „Í nýlegu áramótaávarpi hélt Katrín Jakobsdóttir eftirfarandi fram:

„Þá skiptir miklu máli að í þeim skammtímasamningum sem nú liggja fyrir við meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði er áherslan á hækkun lægstu launa.“

Það er afskaplega sérstakt að lesa þessa staðhæfingu hjá forsætisráðherranum okkar. Því eins og liggur ljóst fyrir þá eru töfluhækkanir þeirra á lægstu töxtunum 35 þúsund krónur á meðan þeir sem eru með milljón eða meira á mánuði fá 66 þúsund krónur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…á magnaða rangfærslu forsætisráðherra…

Ég veit ekki í hvaða hugmyndafræðilegu loftfimleika hún fer til að komast að þeirri niðurstöðu að þarna sé „áherslan á hækkun lægstu launa“. Hvað finnst ykkur? Er forsætisráðherra þjóðarinnar að segja satt?“

Sólveig Anna Jónsdóttir, bætti við: „Hér bendir Ísak Jónsson á magnaða rangfærslu forsætisráðherra um kjarasamninga SGS, VR og iðnaðarmanna. Sannleikur málsins er nákvæmlega EKKI sá sem forsætisráðherra segir hann vera, að áherslan sé á hækkun lægstu launa. Þvert á móti er það hálaunafólkið sem eru vinningshafar samninganna.

Ég treysti mér til að lofa ykkur því að forysta ASÍ mun ekki stíga fram til að leiðrétta þessi „mistök“ valdamestu konu landsins…“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: