- Advertisement -

Hér er pólitískur óraunveruleiki

Leiðari Öll getum við verið sammála um að Bjarni Benediktsson er valdamesti maður samfélagsins. Fyrr í vikunni sagði hann á Alþingi að Sjálfstæðisflokkurinn óttist ekki kosningar. Samt virkar þær einsog yddari á blýant fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem minnkar við hverjar kosningar. Gott og vel það.

Í valdatíð Bjarna hafa nokkrir flokkar bakkað hann upp, falið honum forystu landsmála. Allir hafa þeir stórskaðast af. Samt ganga þeir allir viljugir til verksins.

Ef málflutningur liðinna ára er rifjaður upp kemur eðilega á óvart að Bjarni hafi náð tökum á Vinstri grænum. Það er eiginlega óraunverulegt. Það er ekki raunverulegt að þeir hörðu gagnrýnendur, á framgöngu Bjarna og Sjálfstæðisflokksins, innan VG skuli nú færa honum völdin og tryggja honum og flokknum yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum.

Vegna þessa framgangs má segja að hér sé pólitískur óraunveruleiki. Fyrir fólk sem hefur fylgst með stjórnmálum er fullkomlega óraunverulegt að hinir hörðu gagnrýndur hafi lagt niður vopnin og gangi nú undir takti Bjarna og Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokksráð VG kemur saman á laugardag. Þar verður hin ótrúlega vegferð, sem forysta flokksins hefur kosið sér, rædd. Annað er lífsins er ómögulegt. Væntanlega verður rifjað upp hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir næstu framtíð flokks að ganga vilja Bjarna og Sjálfstæðisflokksins á hönd.

Sama hver örlög dómsmálaráðherrans verða er víst að vandræði af samstarfi við Bjarna og Sjálfstæðisflokksins enda ekki þar. Vefur Sjálfstæðisflokksins, og auðvitað Bjarna, er flóknari en svo. Það sýnir sagan. Bjarna hefur aldrei tekist að klára ætlunarverk sitt. Allar hans ríkisstjórnir hafa gefist upp, hafa sprungið.

Samseta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn er pólitískur óraunveruleiki.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: