- Advertisement -

Er þögn stjórnmálamanna vegna Samherja sama og samþykki?

Gunnar Smári skrifar:

Íslandsdeild Transparency International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a: ~Stjórnmálamenn og sérstaklega stjórnarliðar geta ekki lengur komið sér undan því að takast á við hið pólitíska og kerfislæga umhverfi sem umber svona framgöngu árum saman. Annað hvort eru þeir með almenningi í baráttunni gegn spillingu eða á móti með þögn, meðvirkni, aðgerðarleysi og seinagangi við að koma upp nútímalegum spillingarvörnum milli stjórnsýslu og viðskiptalífs. Stjórnmálin geta ekki lengur litið undan.“

Í stefnu Sósíalistaflokksins segir m.a: „Leggja skal niður kvótakerfið í núverandi mynd enda hefur það kerfi leitt til misskiptingar og spillingar innan lands og utan.“

Og það hefur margsinnis verið rætt hér í þessum hópi að Samherjamálið er hápólitískt, Samherji er afkvæmi gerspillts kerfis sem stjórnmálin hafa byggt upp og verndað. Sú stefna þingflokkanna að láta sem Samherjamálið sé mál sem saksóknari og skattrannsóknaryfirvöld eigi fyrst og síðast að fjalla um, en málið eigi ekki erindi inn á hinn pólitíska vettvang, er skammarleg. Sósíalistar hljóta því að taka heilshugar undir kröfur Transparency International.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: