- Advertisement -

Eru opinber störf verðlaus?

„Sú hugsun að hið opinbera eigi að grípa inn í og ráða fólk til starfa þegar einkafyrirtæki neyðast til að segja upp fólki gengur vitaskuld ekki upp,“ segir í leiðara Moggans. Vissulega er staðan flókin og eflaust úr vöndu að ráða. En að opinber störf skapi almennt ekki verðmæti er náttúrulega galin hugmynd. Meira úr leiðara Moggans:

„Hið opinbera er rekið fyrir skattfé frá einstaklingum og einkafyrirtækjum og hagur landsmanna batnar ekki ef hið opinbera er látið þenjast út. Við það skapast minni verðmæti og minna svigrúm er til að greiða fyrir nauðsynlega þjónustu hins opinbera.“

Opinberir starfsmenn borga skatta. Þeir eru neytendur. Þannig verða mikil verðmæti til. Mogginn, blað ríkasta fólksins, segir svo: „Þegar harðnar á dalnum er enn minna svigrúm en ella og þá skiptir enn frekar máli að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, skapi skilyrði fyrir einkafyrirtæki svo að þau komist sem best í gegnum erfiðleikana og þurfi að grípa sem minnst til þess óyndisúrræðis að segja upp starfsfólki sínu.“

Þetta er varhugaverð leið. Óvíst er að það borgi sig, eða teljist góð leið, að dæla endalaust af peningum í  misvel rekin fyrirtæki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: