- Advertisement -

„Eruði klikkuð?“

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Sólveig Anna skrifar:

„Ég vona að allt sem uppbyggist verði merkt mjög rækilega með nöfnum hinna auðugu og göfugu svo að við vesalingarnir vitum þegar við glápum í aðdáun á flotta glugga svo dæmi sé nefnt hvaða auðjöfur skóp fegurðina og færði okkur. 
Svo að við gerum ekki þau leiðu mistök að segja í kirkjunni: „Guð minn góður, hvað þetta er fallegt“ heldur föttum að segja: „Jeff Bezoz, hvað þetta er fallegt“ eða „Bernard Arnault, þetta er stórkostlegt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gott að vita til þess á svona sammannlegum-örlagastundum að 26 menn eiga næstum allan auð veraldar. Ef svo væri ekki er alls óvíst um hvort yfirleitt væri hægt að endurbyggja hið sögulega stórvirki. Hvernig ætti eiginlega að fjármagna það? Með peningum úr ríkissjóði, mögulega sköttum hinna vellauðugu? Eruði klikkuð?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: