- Advertisement -

Fara þau íslensku leiðina?

Marinó G. Njálsson:

„Ég skrifaði eitt og annað um þetta mál á sínum tíma og tekur Seðlabankinn undir ansi margt af því. Sérstaklega vil ég nefna þetta með almenna fjárfesta sem allt í einu urðu fagfjárfestar án þess að uppfyllir kröfur.“

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson:

Er handviss um að stjórnir, bankastjórar, regluverðir, innra eftirlit og lögfræðingar Landsbankans, Arion banka og Kviku banka krossa sig í bak og fyrir að hafa ekki verið séð um útboðið á hlutunum í Íslandsbanka, því ég hef litla trú á því að þeir hefðu komið betur út í sams konar úttekt. Sátt Seðlabanka og Íslandsbanka verður örugglega lúslesin af þessu aðilum og notuð sem ábending um að lög og reglur eru eitthvað sem er ekki upp á punt, heldur þarf að innleiða og fylgja eftir öllu sem þar kemur fram.

Nú er bara spurningin hvort stjórn Íslandsbanka finnist menntunarkostnaður ákveðinna starfsmanna of hár og þeir látnir eða hvort farin verði íslenska leiðin, að reyna að forðast að vera gripnir næst.

Seðlabankinn sendir pillur á Bankasýsluna, sem virðist ekki hafa sinnt neinu eftirliti, talið ófullnægjandi upplýsingar duga til byggja ákvarðanir á og látið Íslandsbanka alfarið eftir framkvæmdina.

Ég skrifaði eitt og annað um þetta mál á sínum tíma og tekur Seðlabankinn undir ansi margt af því. Sérstaklega vil ég nefna þetta með almenna fjárfesta sem allt í einu urðu fagfjárfestar án þess að uppfyllir kröfur.

Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Greinin er birt hér með samþykki Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: