- Advertisement -

Formaðurinn er varaformanninum fremri

Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks breyttu rangt. Og eiga að skammast sín.

Telja má víst að innan flestra stjórnmálaflokka gengi á ýmsu ef bæði formaður og varaformaður flokksins hefðu brotið freklega gegn jafn sjálfsögðum kröfum og sóttvarnarreglur eru. Þrátt fyrir að búa við þetta lætur Sjálfstæðisflokkurinn sem ekkert sé.

Bæði Bjarni Benediktsson formaður og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir brutu gegn þeim reglum sem þau marg báðu annað fólk að fara eftir og virða. Breyttu samt sjálf á annan hátt. Bæði hafa beðist afsökunar. Sú beiðni ein og sér er bara eins og hún er.

Einn afgerandi munur er á eftirmálu brota þeirra Bjarna og Þórdísar Kolbrúnar. Bjarni hefur tekið skýrt fram að hann var ekki á ráðherrabílnum og því má gera ráð fyrir að ráðherrabílstjóri Bjarna hafa ekki verið kallaður út til að keyra Bjana og frú. Það er gott. Trúlega þáði Bjarni áfengið sem hann drakk í Ásmundarsal.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórdís Kolbrún hefur ekki gefið upp hvort hún hafi þáð áfengi og annan viðurgjörning og ekki heldur hvort hún kallaði út ráðherrabílstjórann meðan hún braut sótttvarnarreglurnar. Sjálf segir hún það vera einkamál. Sem það er alls ekki. Hún verður að gera grein fyrir hver borgaði veitingarnar. Sem eflaust voru umtalsverðar. Eins hvort hún hafi verið með bílstjórann á vakt.

Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins breyttu rangt. Bæði eiga að skammast sín. Bjarni er Þórdísi Kolbrúnu fremri. Hann hefur þó upplýst um að bílstjórinn ók honum ekki. Þórdís Kolbrún skuldar enn skýringar. Allt þetta verður rætt í kosningabaráttunni. Svörin munu fást.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: