- Advertisement -

Gagnast aðallega efnuðum körlum

„Til að hrekja þessa þvælu skulum við byrja á árinu 2016. Þá lagði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson þá formaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp sem fól meðal annars í sér að samnýting milli skattþrepa yrði afnumin. Meira að segja honum þótti þetta galin leið. Meirihlutinn í efnahags- og viðskiptanefnd, að mestu skipaður þáverandi stjórnarflokkum, stöðvaði hins vegar þessar breytingar,“ þetta er tilvitnun á Kjarnyrt, vefrit Þórðar Snæs Júlíussonar. Þórður Snær var þarna að fjalla um afnám samsköttunnar hjóna, sem gagnast nær eingöngu þeim ríkustu.
  „Næst skulum við fara fram til ársins 2019 þegar Bjarni Benediktsson er enn í sama ráðuneyti og enn að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Þá var unnin skýrsla sem bar heitið „Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum“ fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið í aðdraganda lífskjarasamninganna. 
Þar sagði meðal annars að greining á þeim hópi sem hefur notið góðs af samnýtingu skattþrepa þau sex ár sem fyrirkomulagið hefur verið við lýði hefði leitt í ljós að „flestir eru þannig að hámarka afsláttinn ef þeir njóta samnýtingar á annað borð með því að annar aðilinn er þá heimavinnandi og hinn með háar tekjur.“ 
Síðar sagði að áætlað væri að heildarkostnaður vegna samnýtingar tekjuskattþrepa hafi verið 3,5 milljarðar króna við álagningu tekjuskatts á árinu 2018 vegna tekna sem aflað var 2017. „Um það bil 91 prósent af þeirri upphæð mun renna til hækkunar á ráðstöfunartekjum karla og einungis um 9 prósent til hækkunar á ráðstöfunartekjum kvenna. Þá er vert að benda á að samnýting skattþrepa er algengust meðal allra tekjuhæstu sambúðaraðila.“ 
Letur atvinnuþátttöku kvenna
Spólum svo fram í nútímann. Nú á að loka þessari skattaglufu sem samnýting milli skattþrepa felur í sér og Skatturinn var af því tilefni beðinn um að taka saman nýjar tölur. Í þeim kom fram að ríkissjóður hafi orðið af 2,7 milljörðum króna í tekjuskatt á árinu 2023 vegna samnýtingar hjóna og sambúðarfólks. Gögnin sýna skýrt að aðgerðin eykur fyrst og síðast ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila. 
Þannig er að 4,3 prósent einstaklingar í álagningarskrá Skattsins nýta sér samnýtingu og 95 prósent þeirra eru í efstu tekjutíund. Af þeim eru 82 prósent karlar. Það sem meira er þá er notkunin á þessari glufu miklu meiri hjá efri helmingi efstu tekjutíundarinnar en þeirri neðri, en 93,3 prósent hennar er þar. Þessi breyting þýðir að tekjuskattgreiðslur efri helmingsins í þessari tekjutíund hækka um 0,62 prósent en þær lækka hjá neðri helmingnum um 0,07 prósent. Þeir sem njóta samnýtingar „fá álagðan 26 prósent af öllum fjármagnstekjuskatti einstaklinga og er því einnig um að ræða eignamikla aðila.“ 
Markmið samnýtingar á skattþrepum er líka óljóst. Þetta er einfaldlega skattaglufa sem nýtist fyrst og síðast ríkasta hluta landsmanna, og aðallega körlum, við að borga lægri skatta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur meira og minna sagt þetta í skýrslum. Samt hafa stjórnvöld síðustu ára ekki gert neitt í þessu. Kannski einmitt vegna þess að þau hafa gætt hagsmuna þeirra efnuðustu umfram annarra á Íslandi.“

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: