- Advertisement -

Gammbítur á Vinstri græn

Leiðari Til varð fjölmennasti þinghópurinn þegar Samfylking, Píratar og Viðreisn tóku saman höndum og tilkynntu um náið samstarf flokkanna. Kannski er þetta undanfari sameiningar.

Í hinum nýja þinghópi eru sautján þingmenn, sjö frá Samfylkingu, sex frá Pírötum og fjórir frá Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur á eftir með sextán þingmenn. Staðan í íslenskum stjórnmálum hefur gjörbreyst við þetta.

Vinstri græn eiga á hættu að einangrast vinstra megin fari þau í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Það gæti kostað að kjósendur taki ekki undir með VG og flytjist til Samfylkingarinnar, eða hinna flokkanna tveggja. Loksins gerðist eitthvað nýtt.

Nú eru sex þinghópar á Alþingi í stað átta áður. Landslagið hefur gjörbreyst á einum morgni. Nú er að sjá hvort Vinstri græn taki á sig heljarstökk af heimavelli yfir á útivöll þar sem gömlu og mestu valdaflokkar þjóðarinnar ráða einu og öllu.                        Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: