- Advertisement -

Garðabær vill á bísann

Garðbæingar leita frekar eftir ríkisstyrk en að hækka útsvar eða aðra skatta. Garðabær fullnýtir ekki skattaheimildir.

„Bæj­ar­stjórn Garðabæj­ar tel­ur að það hafi langvar­andi áhrif á alla þjón­ustu við íbúa og nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir ef efna­hags­leg­um áhrif­um af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um verði velt yfir á fjár­hag sveit­ar­fé­laga og mætt þar með stór­auk­inni lán­töku,“ segir Mogginn að segi í tillögu í bæjarstjórn Garðabæjar.

Mogginn kallar í Almar Guðmundsson bæjarfulltrúa vegna málsins. Almar vís­ar til þess að umræða um stuðning rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög­in sé ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Ríkið sé sá aðili í þessu gang­verki sem hafi greiðast­an aðgang að láns­fé á bestu kjör­um. Það sé því hag­fellt að ríkið hafi þarna hlut­verki að gegna.

Í Mogganum segir að í bók­un bæj­ar­stjórn­ar komi fram að áætlað tekjutap og kostnaðar­auki fyr­ir Garðabæ vegna af­leiðinga kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sé 1,3 millj­arðar króna á yf­ir­stand­andi ári. „Alm­ar seg­ir að Garðabær standi ágæt­lega en þegar svona högg komi þurfi að bregðast við. Til greina komi að draga úr kostnaði og fram­kvæmd­um en ekk­ert hafi verið ákveðið í því efni. Ef taka þurfi lán til rekst­urs­ins sé hætt við að get­an til fjár­fest­inga minnki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo þetta: „Garðabær er eitt þeirra sveit­ar­fé­laga sem ekki nýta tekju­stofna sína til fulls. Spurður hvort til greina komi að hækka út­svar vegna ástands­ins seg­ir hann að sú spurn­ing að ríkið komi al­mennt til skjal­anna sé miklu stærri en rými til hækk­un­ar út­svars eða annarra skatta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: