- Advertisement -

Gerum kröfur til þingmanna

Björn Leví Gunnasson skrifar:

Bara til þess að nefna það, þá hitti ég og tala við fullt af fólki sem á heima alls staðar á landinu. Ég vel að gera það á ódýran og aðgengilegan hátt í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum. Til viðbótar skipuleggja Píratar svo fundarraðir hér og þar um landið þar sem boðað er til funda þar sem allir geta mætt og spjallað. Það er smá kostnaður í kringum þau ferðalög en alla jafna, yfir allt árið, kosta samskipti mín við fólkið í landinu afskaplega lítinn pening.

Á þessu ári er ferðakostnaður innan lands samtals 272.816 kr. (https://www.althingi.is/altext/cv/is/laun_og_greidslur/…) sem skiptist á fjórar ferðir:

  • Febrúar 82.677
  • Maí 84.322
  • September 59.099
  • Október 46.718
Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég ætla að fullyrða að ég hitti (þ.m.t. stafrænt) fleira fólk heldur en sumir sem eru með gríðarlega háar greiðslur fyrir „þingstörf“ þar sem skilyrði fyrir þeim greiðslum er: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á“

Gerum kröfur til þingmanna. Spyrjum þá hvort þeir séu að fá borgað fyrir að taka í höndina á okkur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: