- Advertisement -

Gunnar Bragi vaknar og baunar á Svandísi

Stjórn­völd hafa brugðist, óreiða hef­ur verið í upp­lýs­inga­gjöf, aðgerðir handa­hófs­kennd­ar…

Þegar Gunnar Bragi Sveinsson var þingflokksformaður Framsóknar var hann einn mesti „stríðsmaður“ Alþingis. Talaði jafnvel lengst og oftast. Lengi vel hefur lítið fyrir honum farið. Í dag rís hann upp og baunar á Svandísi Svavarsdóttur í Moggagrein.

„Heil­brigðisráðherra lagðist lágt þegar greidd voru at­kvæði aðfaranótt 21. apríl sl. þegar hún sakaði þing­menn um að rjúfa „sam­stöðu“ þegar frum­varp henn­ar um sótt­varn­ir var samþykkt. Vald­hroki og dramb ráðherr­ans skein í gegn,“ segir Gunnar Bragi.

Hann heldur áfram: „Ef eitt­hvað má segja um Alþingi í gegn­um þenn­an kór­ónu­veirufar­ald­ur þá er það einna helst skort­ur á gagn­rýni m.a. á aðgerðir stjórn­valda, allt í þágu sam­stöðu. Stjórn­völd hafa brugðist, óreiða hef­ur verið í upp­lýs­inga­gjöf, aðgerðir handa­hófs­kennd­ar, stund­um á að fletja kúrf­una en þess á milli að landið sé smit­laust. Til að bíta höfuðið af skömm­inni klúðruðu svo stjórn­völd, með heil­brigðisráðherra í far­ar­broddi, bólu­setn­ing­ar­mál­un­um með því að elta Evr­ópu­sam­bandið og því hafa Íslend­ing­ar verið langt á eft­ir öðrum þjóðum í bólu­setn­ing­um, m.a. miklu fjöl­menn­ari.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðfaranótt 21. apríl rauf heil­brigðisráðherra sam­stöðuna með ótrú­legri ræðu sinni sem var vel und­ir­bú­in og plönuð.

Það styttist til kosninga og Gunnar Bragi hefur opnað sitt gamla vopnabúr. Lesið:

„Í rúmt ár hafa Íslend­ing­ar lifað við óvissu og fálm­kennd vinnu­brögð stjórn­valda. Í rúmt ár hafa þing­menn lagt sig fram við að sýna sam­stöðu með aðgerðunum þrátt fyr­ir að hafa margt við þær að at­huga. Í rúmt ár hafa fjöl­miðlar flutt til­kynn­ing­ar og boðskap stjórn­valda gagn­rýn­is­laust og í rúmt ár hef­ur þjóðin ekki þorað annað en að standa sam­an. Heil­brigðisráðherra hef­ur nýtt sér þetta og í skjóli far­ald­urs­ins reynt að kné­setja allt einkafram­tak í heil­brigðismál­um og klúðrað mik­il­væg­um mál­um líkt og skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini.

„Aðfaranótt 21. apríl rauf heil­brigðisráðherra sam­stöðuna með ótrú­legri ræðu sinni sem var vel und­ir­bú­in og plönuð. Mögu­lega er þetta liður í ein­hverri áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar að láta kom­andi kosn­ing­ar snú­ast um falska glans­mynd af fram­bjóðend­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna frem­ur en mál­efni því mál­efna­lega hef­ur rík­is­stjórn­in lítið fram að færa. Það er hins veg­ar ljóst að meðan gagn­rýni er ekki leyfð er ís­lenskt sam­fé­lag á hættu­legri braut. Braut rétt­trúnaðar og sósíal­ískr­ar hugs­un­ar sem Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa varið í nú­ver­andi rík­is­stjórn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: