- Advertisement -

Hálftóm köld og dimm bílastæðahús

Kolbrún Baldursdóttir:
„Á meðan hagkvæmara er að leggja bílnum úti en inni, leggja að sjálfsögðu fleiri úti en inni.“

„Vill borgarmeirihlutinn fækka bílum á götum eða ekki? Ef svarið er já, af hverju er þá ekkert gert í því sambandi,“ spyr Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins.

„Af hverju eru bílastæðahús borgarinnar mörg hver hálftóm? Gjalds í bílastæðahúsum er krafist allan opnunartímann en gjald í bílastæðum á götum fylgir nokkurn vegin opnunartíma verslana. Bílastæðahús taka heldur ekki við greiðslum frá snjallkerfum. Bílastæðahús eru lokuð að nóttu, en bílastæði á götum eru alltaf tiltæk. Næturlokun veldur því að sækja þarf bílinn fyrir kl. 24:00 ella bíða til morguns. Sum bílastæðahús eru auk þess illa lýst og kuldaleg.“

Kolbrún finnur að mörgu öðru. „Vísbendingar eru um að fólk sem komið er á og yfir ákveðinn aldur noti ekki bílastæðahús. Þau treysta sér ekki til að eiga við miðakerfi greiðsluvélanna. Bráðaþjónustu er ábótavant lendi fólk í vandræðum. Borgin hefur byggt bílastæðahús væntanlega með það að markmiði að þau verði nýtt sem best. Tillögur Flokks fólksins um betrumbætur hafa farið forgörðum með þeim rökum að tap Bílastæðasjóðs yrði svo mikið. Ef notkun bílastæðahúsa er eins lítil og raun ber vitni þá ætti það ekki að valda miklum kostnaði þótt þau, eitt eða fleiri, verði gjaldfrjáls á nóttunni. Á meðan hagkvæmara er að leggja bílnum úti en inni, leggja að sjálfsögðu fleiri úti en inni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: