- Advertisement -

HEB: Á hrakhólum í móðuharðindum

…hvar hans hægri hönd skal fyrst afhöggvast með öxi og síðan höfuð.

Eitt af sorglegustu morðmálum Íslandssögunnar er dráp Ámunda Jónssonar á dóttur sinni sumarið 1785. Hefur það verið kallað bæði ódæði og líknardráp þegar hann fleygði hinni átta ára Sigríði í ána Blöndu þegar þau voru örmagna og á vergangi. Fyrir drápið galt Ámundi með lífi sínu og staðurinn þar sem hann framkvæmdi það hefur verið nefndur Ámundahylur.

Á hrakhólum í móðuharðindum

Árinu áður lauk Skaftáreldum en móðuharðindin stóðu enn yfir. Fimmti hver Íslendingur dó þegar askan og eitrið kippti lífsviðurværinu undan þeim og vitaskuld voru það smælingjarnir sem urðu verst úti. Ámundi var einn af þessum smælingjum, hálf sextugur og hafði þvælst um sveitir Húnavatnssýslu og Skagafjarðar sem vinnumaður. Hann átti konu og tvær ungar dætur, unni þeim vel og hafði ekki komist í kast við lögin. Þau bjuggu í vestanverðum Skagafirði en örbirgðin var slík að þau neyddust til að yfirgefa heimili sitt á öðrum degi jóla árið 1784.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einn daginn fannst hún örend í pokanum og skömmu síðar yfirgaf eiginkona Ámunda hann og Sigríði.

Yngri dóttirin var aðeins nokkurra ára gömul og Ámundi bar hana í poka á bakinu. Einn daginn fannst hún örend í pokanum og skömmu síðar yfirgaf eiginkona Ámunda hann og Sigríði. Flæktust þau tvö þá um Húnavatnssýslur og betluðu en fólk sem mætti þeim og leyfði þeim að gista hafði orð á því hversu vel Ámundi hugsaði um hana. Í grein Tímans frá árinu 1987 segir: „Hann færði hana úr votu sokkunum af mestu nærgætni og gaf henni úr askinum sem þeim var færður, eftir því sem til hrökk. Það leyndi sér ekki að þessum föður þótti vænt um litlu telpuna sína.“

Kastaði Sigríði í Blöndu

Einn dag, snemma í júlímánuði, voru þau feðginin við Blöndubakka og neyddust til að sofa utandyra þá nóttina. Um nóttina vaknaði Ámundi, greip Sigríði og varpaði henni í straumhart fljótið. Hvort um stundarbrjálæði, örvæntingu eða líkn var að ræða skal ósagt látið því síðar sagðist hann ekki vita það sjálfur.

Eftir þetta gekk hann af stað í vesturátt en mætti þá fólki sem hafði vitað af þeim feðginum saman á ferð. Fór hann nú að ljúga því að hann hefði komið dóttur sinni á framfærslu síns heimahéraðs í Skagafirði. Sögusagnir um grunsamlegt athæfi fóru að heyrast og bárust þær til eyrna sýslumannsins Magnúsar Pálssonar sem fyrirskipaði leit að Ámunda. Fannst hann við Bitruháls í Hrútafirði 22. júlí og var þá á leið vestur á Strandir. Í farteski hans fundust bæði sokkar og skór Sigríðar.

Játaði strax

Ámundi játaði strax brot sitt og sagði mönnunum hvar hann hefði fleygt Sigríði í ána. Var hann þráspurður út í atvikið, hvort hann hefði misst vitið og hvort hann hefði unnið henni einhvern frekari skaða. Hélt hann sig þó ávallt við upprunalega framburð sinn. Farið var með Ámunda á Blöndubakka og leitað að Sigríði með krókum en hún fannst þó aldrei.

Af játningu og líkum var hann dæmdur til dauða fyrir barnsmorð. Samkvæmt dómi skildi hann aflífast „í sínum hversdags fötum með beru höfði fimm sinnum klípist með glóandi töngum fyrst fyrir utan þann stað hvar hann er fangaður, síðan þrisvar milli hans og aftökustaðarins, hvar hans hægri hönd skal fyrst afhöggvast með öxi og síðan höfuð. Höfuðið setjist á einn stjaka, en líkaminn þar fyrir ofan á hjól.“

Ámundi var geymdur í varðhaldi í Víðidalstungu fram á vorið 1786 þegar dómnum var fullnægt


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: