- Advertisement -

Heilbrigðiskerfið einu rútuslysi frá hruni

Katrín Baldursdóttir:

„Algjör undirmönnum, örþreytt starfsfólk kallað heim úr sumarfríum, allt sprungið innan veggja sjúkrahússins vegna plássleysis, nánast vonlaust að laga ástandið miðað við aðstæður, fárveikt fólk þarf að bíða eftir þjónustu vegna álags, aðgerðum frestað o. s.frv.

„Heilbrigðiskerfið er einu rútuslysi frá því að hrynja, sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í morgun,“ skrifar Katrín Baldursdóttir.

„Algjör undirmönnum, örþreytt starfsfólk kallað heim úr sumarfríum, allt sprungið innan veggja sjúkrahússins vegna plássleysis, nánast vonlaust að laga ástandið miðað við aðstæður, fárveikt fólk þarf að bíða eftir þjónustu vegna álags, aðgerðum frestað o. s.frv. Þetta er heilbrigðiskerfið okkar. En þetta er ekki sama heilbrigðiskerfið sem ríkisstjórnin talar um að sé svo gott og til fyrirmyndir? Ríkisstjórnin býr í glerbúri og með bundið fyrir augun,“ skrifar Katrín.

„Og það á ekkert að gera í málinu. Það á ekki að breyta áherslunum í rekstri þjóðfélagsins. Það á ekki að taka peningana þar sem þeir eru og færa til almennings, svo fólk geti lifað heilbrigðu og góðu og lífi og án þess að þurfa að greiða fyrir það. Það er til nóg af peningum. Þeir eru bara hjá mönnum eins og Þorsteini hjá Samherja og kollegum hans í stórútgerðinni. Þeir halda auðæfum þjóðarinnar alveg út af fyrir sig. Í sínum prívat peningaskáp. Og aðrir auðmenn sem græða á auðlindum okkar en skilja okkur eftir slipp og snauð. Arðgreiðslurnar, fjármangstekjurnar, skattaskjólin, þarna eru peningarnir sem við eigum. Vandamálið er að ríkisstjórnin hefur engan áhuga á að færa þá til almennings, heldur þvert á móti, starfar fyrst og fremst í þágu þeirra ríku sem öllu stjórna bak við tjöldin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: