- Advertisement -

Helmingur fundarmanna skildi ekki útskýringar Más Guðmundssonar

- þegar hann reyndi að útskýra stefnu Seðlabankans á fjölmennum fundi Viðskiptaráðs.

„Rannveig spurði salinn hvort fundargestir væru nú betur upplýstir eftir ræðu seðlabankastjóra um hvers vegna Seðlabankinn hækkaði vexti sl. miðvikudag og á að giska helmingur fundargesta rétti upp hönd,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu Viðskiptaráðs, þar sem fjallað er um það sem nefnt er peningamálafundur ráðsins. Það var Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri sem spurði fundargesti þessarar brýnu spurningar.

Útskýringarnar litils virði

Þar segir frá einnig frá ræðu Más Guðmundssonar, sem fór ofan garð og neðan hjá öðrum hverjum fundarmanni.

„Í ræðu sinni fór seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, ítarlega yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og samspil þess við peningastefnuna. Fagnaði hann áralangri hefð Peningamálafundar Viðskiptaráðs sem gæfi Seðlabankanum tækifæri til að gera betur grein fyrir stefnu bankans,“ segir í fréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar segir að Már hafi farið yfir þann árangur sem náðst hefur síðustu ár í hagstjórn og efnahagslífinu en að nú væru þeir þættir sem fallið hafa með okkur að fjara út og stýra þyrfti mjúkri lendingu.

„Fram undan sé minni hagvöxtur eða um 2,6% næstu 3 árin og minni rauntekjuaukning hjá þjóðinni,“ segir þar og: „Hann fjallaði líka um nýlega vaxtahækkun bankans sem helgast af því að verðbólga og verðbólguvæntingar þokast upp á viði. „Almennt er leitast við að hafa vexti Seðlabankans eins lága og hægt er en jafnframt eins háa og nauðsynlegt er“.“

Aðspurður, að loknu erindi sínu, sagði hann þó að ef hófsamar launahækkanir séu fram undan kunni vel að vera að vextir muni lækka aftur. Í ræðunni gerði seðlabankastjóri einnig grein fyrir lækkun á sérstaka bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris, oft kölluð innflæðishöft í daglegu tali. Stefnt er að því að þau verði afnumin þegar vaxtamunur við útlönd, gengi krónunnar og aðrar aðstæður gefa tilefni til.

Hvað sem það svo sem þýðir.

Rannveig Sigurðardóttir gerði Má eflaust óleik þegar hún spurði hversu margir fundarmenn hefðu skilið útskýringar hans. Ljósmynd: Viðskiptaráð.

Fjármálastöðugleiki er arfavitlaus

Þegar Rannveig Sigurðardóttir, nýlega ráðin aðstoðarseðlabankastjóri, steig í pontu sagði hún, að bankinn þurfi fyrst og fremst að tala við sem flesta svo að sem flestir skilji. Því næst spurði Rannveig fundargesti tímamótaspurningar, það er; …“hvort fundargestir væru nú betur upplýstir eftir ræðu seðlabankastjóra um hvers vegna Seðlabankinn hækkaði vexti sl. miðvikudag og á að giska helmingur fundargesta rétti upp hönd.“

Rannveig sagði að á sama hátt og við viljum að kröfur verkalýðshreyfingarinnar snúist um kaupmátt en ekki nafnlaunahækkanir þyrfti að færa umræðuna frá nafnvöxtum Seðlabankans yfir í raunvexti. „Við getum öll verið sammála um það, er það ekki?“ Loks hugnast henni illa þær áætlanir um að fjármálstöðugleiki sé framar í forgangsröðinni en verðstöðugleiki. „Ef ég væri ekki aðstoðarseðlabankastjóri myndi ég segja að tillaga um aukna áherslu á fjármálastöðugleika væri arfavitlaus, en af því að ég er hjá Seðlabankanum segi ég bara að hún sé ekki góð“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: